Ferill 223. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 223 . mál.


Nd.

425. Nefndarálit



um frv. til l. um heimild til að hækka útsöluverð á áfengi og tóbaki.

Frá 1. minni hl. fjárhags- og viðskiptanefndar.



    Kvennalistakonur styðja þessa hækkun á útsöluverði áfengis og tóbaks sem er þeim hugnanlegri en margar aðrar fjáröflunarleiðir, ekki síst með hliðsjón af forvörnum og heilbrigðissjónarmiðum. Af sömu ástæðum telur undirrituð rétt að verðhækkunin verði hlutfallslega meiri á sterkari tegundum áfengis en hinum veikari.
    Sá ókostur fylgir þó þessari verðhækkun að verð á áfengi og tóbaki vegur þungt í framfærslugrunninum og leiðir til hækkunar á vísitölu framfærslu og lánskjara og eykur verðbólgu. Það er skoðun kvennalistakvenna að áfengi og tóbak eigi ekki heima í grundvelli framfærsluvísitölunnar og beri að taka þessa liði út úr þeim grundvelli hið fyrsta.

Alþingi, 6. jan. 1989.


Kristín Halldórsdóttir.